
Spænska blaðið Marca segir að Cristiano Ronaldo hyggist skrifa undir hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu í janúar, eftir að HM lýkur.
Ronaldo virðist vera að yfirgefa evrópskan fótbolta en hann er félagslaus eftir að samningi við Manchester United var rift í kjölfarið á eldfimu viðtali við Piers Morgan.
Ronaldo virðist vera að yfirgefa evrópskan fótbolta en hann er félagslaus eftir að samningi við Manchester United var rift í kjölfarið á eldfimu viðtali við Piers Morgan.
Samkvæmt fréttum þá mun samningur hans við Al-Nassr vera að verðmæti 200 milljónum evra á ári og hann verður orðinn 40 ára þegar honum lýkur.
Ronaldo virðist ekki eiga mikla möguleika á að spila áfram í Meistaradeild Evrópu. Aldurinn hefur færst yfir og þjálfarar þurfa að aðlaga leikstíl sinn að honum, það ásamt launakröfum og þessu umdeilda viðtali þar sem hann henti Manchester United undir rútuna gera það að verkum að margir eru hikandi.
Athugasemdir