Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi með tvennu í útisigri Barcelona
Messi með boltann.
Messi með boltann.
Mynd: Getty Images
Athletic 2 - 3 Barcelona
1-0 Inaki Williams ('3 )
1-1 Pedri ('14 )
1-2 Lionel Andres Messi ('38 )
1-3 Lionel Andres Messi ('62 )
2-3 Iker Muniain ('90 )

Argentíski snillingurinn Lionel Messi var í stuði þegar Barcelona vann góðan útisigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Inaki Williams, maðurinn sem spilar alla leiki, kom Athletic Bilbao í forystu strax á þriðju mínútu en forystan var ekki langlíf því hinn efnilegi Pedri jafnaði fyrir Barcelona á 14. mínútu.

Þá var röðin komin að Messi sem kom Barcelona yfir á 38. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni eftir rúman klukkutíma og gerði hann stöðu Barcelona þægilegri.

Börsungar sigldu sigrinum heim þrátt fyrir að Bilbao næði að klóra í bakkann, lokatölur 2-3.

Barcelona hefur unnið tvo deildarleiki í röð núna og er í þriðja sæti með 31 stig, sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem á jafnframt tvo leiki til góða á Börsunga. Bilbao er í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner