Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. janúar 2022 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool fær Katie Stengel (Staðfest)
Mynd: Liverpool
Kvennalið Liverpool krækti í dag í Katie Stengel sem spilar oftast fremst á vellinum. Stengel lék síðast með Ingibjörgu Sigurðardóttur og Amöndu Andradóttur hjá Vålerenga í Noregi.

Stengel er 29 ára gömul og er fædd í Flórída. Hún hefur lengstum á ferlinum spilað í bandarísku NWSL deildinni og í Ástralíu. Hún er markahæsti leikmaður í sögu Wake Forest skólans.

Hún fór til Bayern Munchen árið 2015 en hélt svo aftur til Bandaríkjanna og spilaði undir stjórn Matt Beard hjá Boston Breakers. Beard er í dag stjóri Liverpool.

Stengel lék á sínum tíma yfir tuttugu leiki fyrir yngri landslið Bandríkjanna.

Liverpool er í næstefstu deild en er í toppsæti Championship eftir tíu leiki, með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner