Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 20:00
Kári Snorrason
„Auðveldasta já ferilsins“
Guðmundur lék sjö leiki fyrir Breiðablik í öllum keppnum.
Guðmundur lék sjö leiki fyrir Breiðablik í öllum keppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Guðmundur Magnússon segir ekki hafa átt von á því að ganga til liðs við Breiðablik 34 ára að aldri. Hann fór að láni til Breiðabliks frá Fram á lokadegi sumargluggans. Alls spilaði Guðmundur sjö leiki fyrir Blika.

Fótbolti.net ræddi við Guðmund um tímann hjá Breiðabliki og hvernig það atvikaðist að hann fór í Kópavoginn að láni.

„Ég var á leiðinni á æfingu á lokadegi gluggans. Ég var kominn út á völl upp í Úlfarsárdal og var að reima á mig skóna þegar Rúnar kemur upp að mér.

Hann tilkynnir mér að Alfreð Finnboga hafi hringt í hann til að athuga hvort að það væri möguleiki á að fá mig að láni. Rúnar ætlaði ekkert að standa í vegi fyrir mér. Þetta var örugglega auðveldasta já-ið á ferlinum. Ég bjóst ekki við að vera 34 ára og fá þetta tækifæri.“


Ertu ánægður með tímann hjá Breiðabliki?

„Já og nei. Ég auðvitað kem auðvitað inn í þetta þegar það er svolítil niðursveifla hjá liðinu. Það var einhvern vegin alltaf trú í liðinu að ná árangri. Við komumst í Sambandsdeildina sem var mjög gaman. Auðvitað hefðu menn viljað klára þetta Evrópusæti og gert frekari atlögu að titlinum.“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Athugasemdir
banner
banner
banner