Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 06. febrúar 2021 14:39
Brynjar Ingi Erluson
England: Watkins tryggði Villa sigur á Arsenal
Leikmenn Aston Villa fagna marki Ollie Watkins
Leikmenn Aston Villa fagna marki Ollie Watkins
Mynd: Getty Images
Aston Villa 1 - 0 Arsenal
1-0 Ollie Watkins ('2 )

Aston Villa lagði Arsenal að velli, 1-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ollie Watkins gerði sigurmarkið þegar aðeins 74 sekúndur voru búnar af leiknum.

Mat Ryan spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal og stóð á milli stanganna í fjarveru Bernd Leno sem tekur út bann fyrir að hafa fengið rautt spjald gegn Wolves í síðustu umferð.

Ryan fékk martraðarbyrjun en Watkins skoraði þegar rúmlega mínúta var liðin af leiknum. Bertrand Traore fékk boltann hægra megin, kom boltanum fyrir á Watkins sem lét vaða en boltinn fór af Rob Holding og vinstra megin í netið. Erfitt fyrir Ryan sem reyndi að ná til boltans en tókst ekki.

Ástralski markvörðurinn gerði hins vegar vel á 32. mínútu er hann varði skot frá Traore. Ryan var mjög öflugur þegar leið á leikinn og varði hann annað öflugt skot frá Jack Grealish þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Martin Ödegaard kom inná sem varamaður hjá Arsenal og fékk frábært tækifæri til að jafna á 84. mínútu en skot hans fór yfir markið.

Lokatölur 1-0 fyrir Villa og annar tapleikur Arsenal í röð. Villa er í áttunda sæti með 35 stig en Arsenal í 10. sæti með 31 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner