Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. febrúar 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandarískur varnarmaður æfir með HK
Mynd: Phoenix Lubeck
Fjallað var um það í Þungavigtinni á dögunum að bandarískur varnarmaður væri að æfa með HK. Sagt var frá því að hann hefði upprunalega komið til Íslands til að æfa með Grindavík en hafi viljað æfa með betra liði og leitað til HK.

Fótbolti.net hefur fengið þær upplýsingar að um varnarmanninn Sean Vinberg sé að ræða. Hans tenging við Ísland er að hann lék með Elias Tamburini á sínum tíma en finnski bakvörðurinn Tamburini lék með Grindavík og ÍA hér á landi á árunum 2018-2021.

Vinberg og Tamburini léku saman með Phönix Lübeck í Þýskalandi fyrri hluta árs 2022. Vinberg, sem er 29 ára, er í leit að liði til að spila með á komandi tímabili. Hann bankaði upp á hjá HK og hefur fengið að æfa með liðinu.

HK var með miðvörðinn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK á síðasta tímabili en hefur ekki fengið inn mann í hans stað.

Á ferli sínum hefur Vinberg leikið í Bandaríkjunum, lang lengst í Þýskalandi og hálft ár í Mongolíu.

Komnir
Ólafur Örn Ásgeirsson frá ÍR (var á láni)

Farnir
Ahmad Faqa til AIK (var á láni)
Anton Söjberg
Hassan Jalloh
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner