Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   þri 06. febrúar 2024 11:25
Elvar Geir Magnússon
Valið á velli fyrir úrslitaleik HM gagnrýnt - „Sálarlaus völlur og ömurlegar samgöngur“
MetLife Stadium.
MetLife Stadium.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tilkynnt var um helgina að úrslitaleikur HM 2026 verði leikinn á Metlife leikvangnum í New Jersey í Bandaríkjunum. Völlurinn mun fá nafnið ' New York New Jersey leikvangurinn' meðan á mótinu stendur.

Valið hefur fengið talsverða gagnrýni, meðal annars vegna lélegra almenningssamgangna að vellinum, óspennandi umhverfis og óútreiknanlegs veðurs.

AT&T Stadium leikvangurinn í Texas, SoFi Stadium í Los Angeles og Mercedes Benz leikvangurinn í Atlanta voru meðal annarra leikvanga sem vonuðust eftir því að fá úrslitaleikinn. Margir eru á því að þeir vellir hefðu verið betri kostir.

„Fólk alls staðar að úr heiminum kemur á þetta mót. Enginn vill leigja bíl til að keyra í eitthvað úthverfi fyrir leikinn. Bandarískir leikvangar eru slæmir þegar kemur að aðgengi," segir einn stuðningsmaður á X.

„Ég hef komið á Metlife leikvanginn og hann er án alls sjarma. Veðrið gæti líka orðið neikvæður þáttur," segir annar.

Leikvangurinn er notaður í NFL-deildinni og hefur verið gagnrýndur af íþróttafréttamönnum sem völdu hann einn versta leikvang deildarinnar. Í kringum völlinn er risastórt bílaplan en lítið af spennandi stöðum.

Reglur FIFA kveða á um að allir leikir verða að vera á náttúrulegu grasi svo það þarf að skipta um undirlag á Metlife vellinum sem er með gervigrasi. Það gervigras hefur fengið mikla gagnrýni enda margir leikmenn meiðst illa.

HM 2026 verður að mestu leyti spilað í Bandaríkjunum en einnig verður leikið í Kanada og Mexíkó. Opnunarleikur mótsins verður á Azteca vellinum sögufræga í Mexíkó þar sem Diego Maradona skoraði sín frægustu mörk. Allir leikir frá og með 8-liða úrslitum verða í Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner