Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fim 06. febrúar 2025 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úrvalsdeildarfélög vilja stytta félagaskiptagluggann
Marco Asensio gekk til liðs við Aston Villa á lokadegi félagaskiptagluggans
Marco Asensio gekk til liðs við Aston Villa á lokadegi félagaskiptagluggans
Mynd: Aston Villa
Félögin í úrvalsdeildinni vilja stytta félagaskiptagluggann í januar og loka sumarglugganum fyrir fyrsta deildarleikinn. Þetta kemur fram á The Telegraph

Janúarglugginn var opinn frá 1. janúar til 3. febrúar en yfirmenn fótboltamála hjá félögunum funduðu í dag um að stytta gluggann í tvær vikur. Markmiðið með því er að minnka truflun stjóranna á undirbúningi fyrir fyrsta leik.

Sumarglugginn lokaði fyrir fyrsta leik árin 2018 og 2019 en hann hefur verið opinn til lok ágúst þar sem aðrar deildir í Evrópu hafa haft það svoleiðis.

Eigendur félagana munu ákveða hvort þessar vangaveltur fari lengra og það verði kosið um það hvort stytta eigi gluggana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner