Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. júlí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sprunga í ökkla Nathan Dale - „Alvöru tjalli"
Lengjudeildin
Nathan Dale.
Nathan Dale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Nathan Dale er á meiðslalistanum hjá Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Dale kom til Kórdrengja fyrir mót og hefur reynst öflugur fyrir liðið. Hann verður frá næstu vikurnar en óvíst er nákvæmlega hvenær hann kemur aftur.

„Staðan er ekki góð. Það er sprunga í ökklanum á honum og mikill missir. En það er bara maður í manns stað og við vælum ekkert yfir því," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.

„Mér finnst nú líklegt að hann nái einhverju á tímabilinu en það er bara óvíst hversu fljótt það er. Þetta er einhver hárfín sprunga og hann er farinn að stíga aðeins í fótinn. Þetta er alvöru tjalli og þetta hefur lítil áhrif á hann."

„Við verðum bara að bíða og sjá, og vera þolinmóðir," sagði Davíð Smári jafnframt.

Hægt er að sjá viðtalið við Davíð Smára hér að neðan.
Davíð Smári: Finnst við yfirspila besta lið deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner