Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 06. september 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Walker með demantslokka - „Er ekki hægt að hringja í De Boer?"
Icelandair
Walker gengur af velli.
Walker gengur af velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle Walker, bakvörður enska landsliðsins, fór í viðtal á Sky Sports, eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í gær.

Walker átti ekki góðan leik fyrir England og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 70. mínútu þegar hann fór í heimskulega tæklingu.

Walker mætti með demantseyrnarlokka í viðtalið, líkt og Albert Guðmundsson gerði eftir að hafa skorað tvennu fyrir AZ Alkmaar á dögunum. Ronald de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollands, hundskammaði hann þá.

„Voruð þið búnir að sjá myndina á Twitter?" spurði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu eftir leikinn í gær.

„Hann mætti í viðtal eftir leik með demantslokka í eyrum eftir að hafa fengið rautt spjald í landsleik og vera næstum því búinn að kosta liðið sitt tvö dýrmæt sig á móti Íslandi án þeirra fimm bestu manna. Væri ekki hægt að hringja í De Boer?"

Innkastið má í heild sinni hlusta á hér að neðan.


Innkastið - Tapað fyrir Englandi á vítapunktinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner