Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. september 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Southampton leyfir Redmond að ræða við tyrknesk félög
Mynd: Getty Images
Nathan Redmond hefur ekki verið í leikmannahópi Southampton í síðustu sex leikjum liðsins eftir að hafa komið inn á undir blálokin gegn Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Redmond vill komast í burtu frá félaginu og hefur það gefið honum leyfi til þess að ræða við tyrknesk félög.

Stórliðin Besiktas, Fenerbahce og Galatasaray hafa öll áhuga á miðjumanninum. Southampton er tilbúið að selja leikmanninn og ætlar ekki að biðja um hátt kaupverð þar sem leikmaðurinn hefur verið dyggur þjónn félagsins síðustu ár.

Glugginn er ennþá opinn í Tyrklandi og öll félögin eru að bjóða Redmond svipaða samninga. Nú er hann að melta hvert þeirra sé besti kosturinn fyrir sig en öll eru félögin staðsett í Istanbúl.

Redmond er góður vinur Dele Alli sem er á láni hjá Besiktas og það gæti spilað inn í ákvörðunina.

Redmond er 28 ára og á tæplega ár eftir af samningi sínum við Southampton. Hann kom til félagsins frá Norwich árið 2016.

Athugasemdir
banner
banner