Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fös 06. september 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er sáttur við að halda hreinu og sáttur við að vinna," sagði Logi Tómasson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Logi var að spila sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu; draumur að rætast.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Þetta hefur verið draumur. Þessi draumur var ekki svo raunhæfur fyrir nokkrum árum þegar maður var á bekknum á Íslandi. Ég hef tekið mörg skref síðustu tvö, þrjú ár. Þetta sýnir að hver sem er getur komist alla leið ef hann hefur virkilega trú á því og leggur inn vinnuna."

„Ég er stoltur af því að vera kominn með alvöru landsleik, og að hafa unnið leikinn líka."

Það eru ekki mörg ár síðan Logi var lánaður í FH frá Víkingi. Tækifærin voru að skornum skammti. Núna er atvinnumaður í Noregi og landsliðsmaður í þokkabót.

„Ég setti mér markmið fyrir þremur eða fjórum árum að ég ætlaði að komast út og gulrótin er að komast í landsliðið. Hér er maður í landsliðinu og búinn að spila fyrsta keppnisleikinn sem er helvíti gaman. Þetta er sennilega mitt stærsta markmið og ég er búinn að ná því núna," segir Logi.

„Ég vissi alveg að ég hefði þetta í mér. Sölvi, Kári og þessir í Víkingi hjálpuðu mér mikið. Og Arnar náttúrulega."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner