Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   fös 06. september 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er sáttur við að halda hreinu og sáttur við að vinna," sagði Logi Tómasson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Logi var að spila sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu; draumur að rætast.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Þetta hefur verið draumur. Þessi draumur var ekki svo raunhæfur fyrir nokkrum árum þegar maður var á bekknum á Íslandi. Ég hef tekið mörg skref síðustu tvö, þrjú ár. Þetta sýnir að hver sem er getur komist alla leið ef hann hefur virkilega trú á því og leggur inn vinnuna."

„Ég er stoltur af því að vera kominn með alvöru landsleik, og að hafa unnið leikinn líka."

Það eru ekki mörg ár síðan Logi var lánaður í FH frá Víkingi. Tækifærin voru að skornum skammti. Núna er atvinnumaður í Noregi og landsliðsmaður í þokkabót.

„Ég setti mér markmið fyrir þremur eða fjórum árum að ég ætlaði að komast út og gulrótin er að komast í landsliðið. Hér er maður í landsliðinu og búinn að spila fyrsta keppnisleikinn sem er helvíti gaman. Þetta er sennilega mitt stærsta markmið og ég er búinn að ná því núna," segir Logi.

„Ég vissi alveg að ég hefði þetta í mér. Sölvi, Kári og þessir í Víkingi hjálpuðu mér mikið. Og Arnar náttúrulega."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner