Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 06. september 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er sáttur við að halda hreinu og sáttur við að vinna," sagði Logi Tómasson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Logi var að spila sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu; draumur að rætast.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Þetta hefur verið draumur. Þessi draumur var ekki svo raunhæfur fyrir nokkrum árum þegar maður var á bekknum á Íslandi. Ég hef tekið mörg skref síðustu tvö, þrjú ár. Þetta sýnir að hver sem er getur komist alla leið ef hann hefur virkilega trú á því og leggur inn vinnuna."

„Ég er stoltur af því að vera kominn með alvöru landsleik, og að hafa unnið leikinn líka."

Það eru ekki mörg ár síðan Logi var lánaður í FH frá Víkingi. Tækifærin voru að skornum skammti. Núna er atvinnumaður í Noregi og landsliðsmaður í þokkabót.

„Ég setti mér markmið fyrir þremur eða fjórum árum að ég ætlaði að komast út og gulrótin er að komast í landsliðið. Hér er maður í landsliðinu og búinn að spila fyrsta keppnisleikinn sem er helvíti gaman. Þetta er sennilega mitt stærsta markmið og ég er búinn að ná því núna," segir Logi.

„Ég vissi alveg að ég hefði þetta í mér. Sölvi, Kári og þessir í Víkingi hjálpuðu mér mikið. Og Arnar náttúrulega."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner