„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er sáttur við að halda hreinu og sáttur við að vinna," sagði Logi Tómasson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.
Logi var að spila sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu; draumur að rætast.
Logi var að spila sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu; draumur að rætast.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
„Þetta hefur verið draumur. Þessi draumur var ekki svo raunhæfur fyrir nokkrum árum þegar maður var á bekknum á Íslandi. Ég hef tekið mörg skref síðustu tvö, þrjú ár. Þetta sýnir að hver sem er getur komist alla leið ef hann hefur virkilega trú á því og leggur inn vinnuna."
„Ég er stoltur af því að vera kominn með alvöru landsleik, og að hafa unnið leikinn líka."
Það eru ekki mörg ár síðan Logi var lánaður í FH frá Víkingi. Tækifærin voru að skornum skammti. Núna er atvinnumaður í Noregi og landsliðsmaður í þokkabót.
„Ég setti mér markmið fyrir þremur eða fjórum árum að ég ætlaði að komast út og gulrótin er að komast í landsliðið. Hér er maður í landsliðinu og búinn að spila fyrsta keppnisleikinn sem er helvíti gaman. Þetta er sennilega mitt stærsta markmið og ég er búinn að ná því núna," segir Logi.
„Ég vissi alveg að ég hefði þetta í mér. Sölvi, Kári og þessir í Víkingi hjálpuðu mér mikið. Og Arnar náttúrulega."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir