Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Porto er að fá Malang Sarr frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Portúgalsmeistararnir í Porto eru nálægt því að krækja í Malang Sarr, ungan miðvörð Chelsea, á lánssamningi út tímabilið.

Chelsea á alltof marga miðverði eftir að hvorki Fikayo Tomori né Antonio Rüdiger voru lánaðir út í gær, á gluggadegi.

Sarr getur þó enn gengið í raðir Porto þar sem glugginn er opinn þar til um mánaðarmótin fyrir félög í Portúgal.

Sarr er 21 árs gamall og skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea í ágúst. Hann kom á frjálsri sölu frá Nice og var gríðarlega eftirsóttur. Hjá Nice var hann mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu og spilaði 119 leiki.

Sarr er franskur og á rúmlega 40 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka.

Ekkert pláss er fyrir Sarr hjá Chelsea þar sem félagið er með sex aðra miðverði á sínum snærum um þessar mundir.

Hjá Porto mun Sarr berjast við Chancel Mbemba, Pepe, Ivan Marcano og Diogo Leite um sæti í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner