Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 13:03
Elvar Geir Magnússon
Svona endar Íslandsmótið ef keppni verður hætt
Valsmenn verða krýndir Íslandsmeistarar ef leik verður hætt.
Valsmenn verða krýndir Íslandsmeistarar ef leik verður hætt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík fer upp ef keppni verður hætt.
Keflavík fer upp ef keppni verður hætt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Breiðabliks.
Kvennalið Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótið í fótbolta er aftur komið á ís vegna faraldursins og óvissa hvenær og hvort mótið fari aftur af stað. Möguleiki er á því að keppni verði hætt.

Sjá einnig:
Íslandsmótið aftur sett á ís

Verið er að fara yfir málin hjá fótboltahreyfingunni en fyrr á árinu var sett saman reglugerð um hvað gera ætti ef keppni yrði hætt. Ef 2/3 eða meira af mótinu er búið má hætta keppni og láta lokastöðuna gilda.

Þá er farið eftir reglu um meðalfjölda stiga sem liðin ná á hvern leik. Ef Pepsi Max-deild karla væri til dæmis hætt þá er þetta lokastaðan:

1. Valur 2,44
2. FH 2
3. Stjarnan 1,82
4. Breiðablik 1,72
5. KR 1,65
6. Fylkir 1,56
7. KA 1,17
8. ÍA 1,17
9. HK 1,11
10. Víkingur 0,94
11. Grótta 0,44
12. Fjölnir 0,33

Valsmenn eru krýndir Íslandsmeistarar og Grótta og Fjölnir falla. Stjarnan færi uppfyrir Breiðablik og endar þá í þriðja sæti, Garðbæingar hafa leikið einum leik minna en Kópavogsliðið en er með fleiri stig að meðaltali á leik.

Keflavík og Leiknir upp - Þróttur bjargar sér á einu marki
Í Lengjudeild karla myndu Keflavík og Leiknir R. fara upp í Pepsi Max-deildina. Keflavík og Grindavík eiga leik inni en sá leikur hefur ekki áhrif á lokastöðu þar sem Keflavík situr á toppnum og Grindavík er í 4. sæti og getur ekki farið ofar með þeim leik.

Magni og Leiknir F. myndu falla á markatölu en þau eru líkt og Þróttur R. með 12 stig. Leiknir er með -30, Magni -25 og Þróttur -24. Þróttur bjargar sér á einu marki ef að mótið verður flautað af. Ef Magni og Þróttur væru með jafna markatölu myndi Magni bjarga sér á fleiri skoruðum mörkum.

Kórdrengir og Selfoss upp
Í 2. deild karla eru Kórdrengir og Selfoss í efstu sætunum og þau myndu fara upp ef flautað yrði af núna. Kórdrengir eru með 46 stig, Selfoss 43 stig og síðan koma Þróttur Vogum með 41 stig og Njarðvík 40 stig. Dalvík/Reynir með 11 stig og Víðir með 13 stig myndu falla ef mótið verður flautað af. Víðir á frestaðan leik gegn Kára en liðið myndi með sigri þar fara í 16 stig. Völsungur er hins vegar með 17 stig í 10. sætinu.

Í 3. deild eru KV og Reynir Sandgerði komin upp um deild. Álftanes og Vængir Júpíters eru með 19 stig í neðstu sætunum, tveimur stigum á eftir Hetti/Huginn. Vængirnir eiga leik inni en þeir eru með 1 stig í meðaltali í leik og falla þar sem Höttur/Huginn er með 1,05 stig að meðaltali í leik.

Breiðablik yrði Íslandsmeistari kvenna
Í Pepsi Max-deild kvenna yrði Breiðbalik Íslandsmeistair en liðið vann toppslaginn gegn Val um helgina og er með tveggja stiga forskot á toppnum. Botnlið KR er með tíu stig og á tvo leiki til góða á flest lið. FH er með 16 stig í níunda sæti og ÍBV með 17 stig í áttunda. KR og FH myndu fara niður eins og staðan er núna en KR er einungis með 0,71 stig að meðaltali í leik á meðan önnur lið eru með stig eða meira að meðaltali.

Í Lengjudeild kvenna eru Tindastóll og Keflavík nú þegar komin upp og Fjölnir og Völsungur á leið niður en lokaumferðin á að fara fram á föstudag.

Í 2. deild kvenna myndu HK og Grindavík fara upp miðað við meðalfjölda stiga og markatölu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner