Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fim 06. október 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sampaoli tekinn við Sevilla á nýjan leik (Staðfest)
Argentínumaðurinn Jorge Sampaoli hefur verið ráðinn til starfa hjá spænska félaginu Sevilla.

Ráðning hans var staðfest af félaginu í dag.

Julen Lopetegui fékk sparkið hjá Sevilla í gærkvöldi eftir tap liðsins gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Félagið var búið að ákveða það fyrir leikinn að reka Lopetegui og ráða Sampaoli inn í hans stað.

Sevilla er í 17. sæti La Liga eftir sjö leiki og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu.

Þetta er í annað sinn sem Sampaoli tekur við liðinu. Hann stýrði því tímabilið 2016-2017 en hætti svo til að taka við argentínska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi.

Sampaoli er núna mættur aftur til Andalúsíu en hann skrifar undir samning við félagið til sumarsins 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner