Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mán 06. desember 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Newcastle gleðjast yfir því að skilti verða fjarlægð
Sports Direct skiltin verða fjarlægð.
Sports Direct skiltin verða fjarlægð.
Mynd: EPA
Newcastle stuðningsmenn glöddust yfir því að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Burnley var lagt á laugardaginn. Það eru fleiri tíðindi sem þeir eru ánægðir með.

Vinna er hafin á leikvangi félagsins við að fjarlægja öll Sports Direct skiltin sem þar eru. Fyrirtækið er í eigu Mike Ashley, fyrrum eiganda félagsins, sem var feikilega óvinsæll.

Margir stuðningsmenn hafa kallað eftir því að skiltin verði fjarlægð sem fyrst og telja það hafa mikla merkingu þegar þau eru horfin á braut.

Howe: Stórt skref í að endurbyggja sjálfstraustið
Callum Wilson skoraði eina markið í sigrinum gegn Burnley. Er þetta fyrsta skrefið í átt að frækilegri björgun Newcastle sem hefur verið límt við botninn?

„Við getum klárlega haldið okkur í dieldinni. Við höfum komið úr erfiðri stöðu og það er langur vegur framundan en við höfum trú á því sem við erum að gera," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Við höfum reynt að koma með okkar hugmyndafræði inn í liðið, vera á framfótunum og sýna meiri ákefð. Sjálfstraust er lykilatriði í öllum íþróttum og það hefur vantað. En þessi sigur fer langt með að endurbyggja það."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner