
Forstjóri Atletico Madrid greindi frá því að Portúgalinn Joao Felix vill fara frá félaginu en hann er þessa stundina með landsliðinu á HM.
Felix hefur komið við sögu í þremur af fjórum leikjum liðsins en hann var í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum eftir öruggan sigur á Sviss.
„Portúgalska landsliðið og Atletico spila allt öðruvísi fótbolta. Þegar hlutirnir eru hagstæðari ganga hlutirnir betur," sagði Felix í samtali við portúgölsku sjónvarpsstöðina Sport TV.
Þessi 23 ára gamli leikmaður gekk til liðs við Atletico árið 2019 fyrir 126 milljónir evra en Atletico hefur nú sett á hann 100 milljón evra verðmiða.
Athugasemdir