
Staðan er 2-0 fyrir Portúgal gegn Sviss þegar síðari hálfleikur er ný hafinn.
Goncalo Ramos kom Portúgal yfir en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik í stað Cristiano Ronaldo. Hinn 39 ára gamli Pepe skoraði síðara markið.
„Yndislegt að sjá þennan höfðingja skora þetta mark. Hann fær bandið í þessum leik og á að draga vagninn og hann gerir það svo sannarlega, hann er sterkur í vörninni og þetta er æðislegt skallamark," sagði Óli Kristjáns um markið hans Pepe í HM stofunni í hálfleik.
Pepe er elsti leikmaðurinn til að skora í útsláttakeppni á HM en hann verður fertugur í febrúar.
Smelltu hér til að sjá markið hjá Pepe
Athugasemdir