Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   mið 06. desember 2023 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet: Ég er ekki hissa á frammistöðu hennar
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney var frábær í leiknum í gær.
Fanney var frábær í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Kristianstad, var sérfræðingur RÚV í kringum sigurinn gegn Danmörku í gærkvöldi. Elísabet var hrifin af frammistöðu íslenska liðsins í þessum frækna sigri.

Lestu um leikinn: Danmörk 0 -  1 Ísland

Fanney Inga Birkisdóttir, 18 ára gamall markvörður Vals, stóð vaktina í markinu og hún átti frábæran leik.

„Hún var náttúrulega bara geggjuð. Ég er mikill aðdáandi Fanneyjar og ég er ekki hissa á frammistöðu hennar, en þetta var samt langt yfir það sem maður var að búast í fyrsta leik. Hún spilaði eins og hún væri þrítug. Hún er algjör töffari," sagði Elísabet.

Ótrúlega gaman að sjá þennan leik
Hún segir að skipulag Íslands í eigin vítateig hafi nánast verið óaðfinnanlegt.

„Frammistaðan er frábær heilt yfir. Við vorum ekki að stjórna leiknum og það var held ég ekki leikplanið. Skyndisóknirnar eru oft á tíðum frábærar. Ég var að tala um varnarskipulag fyrir leikinn og það var ekki alltaf fullkomið út á vellinum en í eigin vítateig er það nánast óaðfinnanlegt. "

Ísland fer núna í umspil í mars og getur klárlega byggt á þessum sigri fyrir það.

„Í ljósi þess að við erum að enda í þriðja sæti og þurfum að fara í umspil... að fara með sjálfstraustið héðan og í þann leik er ótrúlega mikilvægt fyrir liðið," segir Elísabet og bætti við:

„Mér fannst við vera að spila þennan leik eins og ég hafði kannski óskað eftir að sjá í leikjunum áður. Liðið var að njóta þess að spila, maður fann það alla leið upp í stúku. Það var gaman að horfa á Ísland í dag. Mér fannst ekki sérstaklega gaman að horfa á síðasta leik en mér fannst ótrúlega gaman að sjá þennan leik í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner