Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 05. desember 2023 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnir Íslands: Frumraun sem gleymist seint
Fanney Inga Birkisdóttir er mætt til leiks!
Fanney Inga Birkisdóttir er mætt til leiks!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Okkar fyrirliði.
Okkar fyrirliði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markaskorarinn.
Markaskorarinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland vann stórkostlegan sigur gegn Danmörku í lokaleik sínum á þessu ári. Frábær endir á árinu hjá okkar stelpum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Danmörk 0 -  1 Ísland

Fanney Inga Birkisdóttir - 10
Hvað er hægt að segja? Þessi 18 ára gamli markvörður kom inn og það var eins hún væri að spila leik númer 200. Varði frábærlega og var gríðarlega örugg. Greip ekkert eðlilega mikið af boltum. Sló ekki feilnótu í fyrsta laginu, en hún á eftir að gefa út fleiri lög á þessu sviði. Það er erfitt að taka hana út úr liðinu eftir þetta, ekki hægt.

Guðný Árnadóttir - 6
Var að ströggla á köflum varnarlega og er kannski smá heppin að Janni Thomsen var ömurleg fyrir framan markið í þessum leik.

Guðrún Arnardóttir - 8
Fékk að koma aftur inn í hafsent og stóð sig algjörlega frábærlega. Gríðarlega traust.

Glódís Perla Viggósdóttir - 9
Fyrirliðinn með fyrirliðaframmistöðu. Hún er ekkert eðlilega góð í fótbolta.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 7
Var í vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik en var sterkari í seinni hálfleik og lagði upp markið með flottri sendingu.

Selma Sól Magnúsdóttir - 6
Var róleg og yfirveguð á miðjunni. Stóð sig að mestu leyti vel áður en hún fór af velli.

Alexandra Jóhannsdóttir - 7
Kom aftur inn í byrjunarliðið og spilaði mjög vel heilt yfir. Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið.

Agla María Albertsdóttir - 6
Átti fínar rispur og var óheppin að skora ekki. Maður vill fá hana enn meira inn í leikinn því hún er svo góð á boltanum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 8
Hrellti leikmenn Danmerkur í þessum leik. Hefði átt að skora meira en eitt mark í þessum leik. Hún á að vera í þessu hlutverki þar sem hún er mikið í boltanum.

Diljá Ýr Zomers - 6
Lagði mikið á sig fyrir liðið og skilaði mikilli vinnu. Var ekki að koma mikið frá henni sóknarlega hins vegar.

Hlín Eiríksdóttir - 7
Talandi um leikmenn sem lögðu mikið fyrir liðið. Hennar hlutverk minnir svolítið á það hlutverk sem Kolbeinn Sigþórsson var svo lengi í hjá karlalandsliðinu. Varnarmenn Danmerkur áttu í erfiðleikum með líkamlegan styrk hennar. Hún þarf stundum meiri hjálp sóknarlega.

Varamenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 6
Berglind Rós Ágústsdóttir - 6
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner