Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 07. júní 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Valur setti sex gegn Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 6 - 1 Afturelding
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('5)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('21)
3-0 Elín Metta Jensen ('31)
4-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('66)
5-0 Brookelynn Paige Entz ('71)
6-0 Cyera Makenzie Hintzen ('82)
6-1 Katrín Rut Kvaran ('83)
Rautt spjald: Christina Clara Settles, Afturelding ('64)


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Afturelding

Valur er með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna eftir stórsigur gegn botnbaráttuliði Aftureldingar.

Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvennu í fyrri hálfleik og bætti Elín Metta Jensen þriðja markinu við svo staðan var 3-0 í leikhlé. Það var aðeins eitt lið á vellinum þar sem Mosfellingar áttu engin svör við glimrandi sóknarleik Valskvenna.

Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst nálægt því að skora en það var fljótt að jafnast aftur út og tók Valur völdin á ný þegar Christina Clara Settles fékk beint rautt spjald í liði gestanna. Rauða spjaldið er nokkuð umdeilt en dómarinn mat það sem svo að Christina væri að ræna upplögðu marktækifæri sem aftasti varnarmaður.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom inn af bekknum eftir þetta rauða spjald og tók það hana tæpa mínútu að skora fjórða mark Vals áður en Brookelynn Paige Entz og Cyera Makenzie Hintzen settu boltann í netið.

Katrín Rut Kvaran skoraði fánamark fyrir Mosfellsbæ og niðurstaðan 6-1 stórsigur Vals.

Valur er með 19 stig eftir 8 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna og Þrótt R.

Afturelding er aðeins með þrjú stig og situr í fallsæti, fjórum stigum eftir Keflavík sem er í öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner