Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 07. júní 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Hætti eftir að landsliðsmenn hótuðu að fara í verkfall
Mynd: Getty Images
Framkvæmdastjóri fótboltasambands Jamaíka, Dalton Wint, hefur látið af störfum eftir að leikmenn karlalandsliðs þjóðarinnar hótuðu því að fara í verkfall ef hann myndi ekki hætta.

Leikmenn sendu frá sér yfirlýsingu og sögðu þörf á breytingu þar sem Wint væri vanhæfur.

Eftir 1-1 jafntefli gegn Súrínam á laugardaginn var ekki búið að skipuleggja ferðalag liðsins aftur heim til Jamaíka.

Liðin mætast aftur í nótt í Jamaíka en landslið Súrínam var mætt til landsins á undan heimamönnum.

Íþróttamálaráðherra Jamaíka, Olivia Grange, segir að stjórnvöld hafi þurft að bregðast við því landsliðsmenn voru strandaglópar í Súrínam.

Leikenn Jamaíka segjast einnig ekki hafa fengið borgað í marga mánuði og að aðstæður leikmanna í landsliðsferðum væru bágbornar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner