Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júní 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool leiðir í baráttunni um Calvin Ramsay
Ramsay í baráttunni við Davíð Ingvarsson síðasta sumar.
Ramsay í baráttunni við Davíð Ingvarsson síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fjallað um það í breskum fjölmiðlum í dag að enska félagið Liverpool leiði í baráttunni um að fá Calvin Ramsay í sínar raðir.

Ramsay er leikmaður skoska félagsins Aberdeen og lék hann meðal annars með liðinu þegar það mætti Breiðabliki í forkeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Greint er frá því að Ramsay vilji helst fara til Liverpool en það er einnig áhugi á honum frá þýskum, ítölskum og öðrum enskum félögum.

Hæsta söluverð í sögu Aberdeen eru þrjár milljónir punda og mun Ramsay kosta talsvert meira en það segir Sky Sports. Liverpool hefur ekki sent Aberdeen formlegt tilboð að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner