Ísland vann frækinn 1-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik á Wembley í kvöld.
Þetta var aðeins í annað sinn sem Ísland vinnu England en flestir muna eftir þeim magnaða sigri sem strákarnir unnu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins fyrir átta árum.
Jón Dagur Þorsteinsson gerði eina mark Íslands í leiknum í kvöld en eftir það hélt íslenska vörnin vel og gátu strákarnir jafnvel bætt við í þeim síðari.
Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, segir það með ólíkindum að einhverjir hafi efast um ágæti Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands.
Åge tók við keflinu á síðasta ári og hefur smátt saman náð að finna þetta íslenska DNA.
„Sama hvernig þessi leikur enda þá finnst mér með ólíkindum að einhverjir haldi að Åge sé ekki rétti maðurinn til að stjórna þessu liði,“ sagði Guðmundur á X.
Það er bæting með hverjum leiknum og alveg ljóst að íslenska liðið er á leið í rétta átt. Það var hársbreidd frá sæti á Evrópumótið en tapaði naumlega fyrir Úkraínu í úrslitaleik umspilsins og nú er stefnan sett á HM.
Sama hvernig þessi leikur endar þá finnst mér með ólíkindum að einhverjir haldi að Åge sé ekki rétti maðurinn til stjórna þessu liði.
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) June 7, 2024
Athugasemdir