Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mið 07. júlí 2021 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Þór stóðst ekki læknisskoðun hjá Sirius - „Þetta er högg"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson fór í læknisskoðun hjá sænska félaginu Sirius í vikunni og var lagt upp með að skrifa undir samning á mánudag.

Rúnar stóðst ekki læknisskoðunina og ekkert var úr því að skrifað var undir.

Sirius er í leit að vinstri bakverði eftir að Axel Björnström yfirgaf félagið á dögunum og var Rúnar efstur á blaði.

Hann hefur glímt við nárameiðsli og eru þau ástæðan fyrir því að Rúnar féll á læknisskoðuninni.

„Þeir eru ennþá áhugasamir en þá vantar vinstri bakvörð sem getur byrjað að spila strax. Ég fór í skanna þar sem nárasvæðið var skoðað og á eftir að fá niðurstöðu úr því," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Hann er kominn aftur heim til Íslands. „Þetta er högg en ég stend upp og held áfram," sagði Rúnar ennfremur.

Rúnar hefur ekkert leikið með Keflavík frá því hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Mexíkó í lok maí.
Athugasemdir
banner
banner