Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 07. júlí 2021 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö frábær stuðningsmannalög - Hvort er betra?
Það er framundan rosalegur leikur á Evrópumótinu þar sem Danmörk og England eigast við á Wembley í undanúrslitunum.

England hefur aldrei unnið EM áður en Danmörk hefur einu sinni unnið keppnina; árið 1992.

Það er mikil stemning farin að myndast á Wembley og auðvitað er mikið stress líka enda mikið í húfi.

Til að hita upp fyrir leikinn er tilvalið að hlusta á gömul og góð stuðningsmannalög liðanna. Þau eru bæði stórkostleg og hafa verið spiluð mikið í kringum mótið.

Hvort er betra? Endilega tjáðu þig í ummælakerfinu hér að neðan.

Hér að neðan er hægt að hlusta á bæði lögin í gegnum Youtube.



Athugasemdir
banner