Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 07. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Arnarson.
Viktor Bjarki Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason.
Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur er Víkingur í húð og hár og varð bikarmeistari með félaginu síðastliðið haust. Erlingur hefur verið í byrjunarliði Víkings í öllum ellefu leikjum liðsins í sumar og skorað eitt mark.

Erlingur á að baki nítján yngri landsliðs leiki og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Víkings sumarið 2015. Erlingur sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Erlingur Agnarsson

Gælunafn: Elli

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti í deild var sumarið 2015

Uppáhalds drykkur: Pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Ginger

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl eins og er

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Wire

Uppáhalds tónlistarmaður: Pop Smoke þessa dagana

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar á náttúrulega Brján Breka, get hlegið endalaust af því

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hindber, oreo og snickers kurl

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ekki tókst að fylla númerið þitt. Nova

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Spilaði einhvern tímann á móti Donnarumma

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að gefa Arnari Gunnlaugs það. Milos skólaði mann líka vel til.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Almarr Ormars er helvíti leiðinlegur á velli

Sætasti sigurinn: Bikartitillinn í fyrra

Mestu vonbrigðin: Ætli það séu ekki bara öll meiðslin í gegnum tíðina

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi kalla Loga Tómasson til baka úr láni. Sektarsjóðurinn búinn að taka á sig mikið högg eftir að hann fór.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir Valgeirs

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þegar Dofri Snorrason nennir að snoða sig þá lítur hann út eins og Freddie Ljungberg í Calvin Klein auglýsingunni.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Thelma Lóa

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ágúst og Kristall eiga þann titil saman

Uppáhalds staður á Íslandi: Tröppurnar fyrir utan Víkina í góðu veðri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að koma inná í leik á móti Breiðablik fyrir einhverjum árum og dómarinn vildi ekki hleypa mér inná því ég var í hvítum sokkum undir svörtu sokkana. Viktor Bjarki ákvað þá að lána mér sína skó því þeir voru með uppháum sokki. Hann var örugglega í 3 skóstærðum fyrir ofan mig. Getum orðað það þannig að touchið var ekki uppá marga fiska í þessar 20 mín.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli klukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með NBA, NFL og golfi

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var í bölvuðu basli með spænskuna

Vandræðalegasta augnablik: Poppar ekkert upp

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Wayne Rooney, John Terry og Andy Carroll. Ég myndi henda í góðan varðeld og síðan væri bara sögustund.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er hræddur við fugla

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þórður Inga, sá leynir á bröndurunum.

Hverju laugstu síðast:

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Held að allir geti verið sammála um að hlaup án bolta séu hundleiðinleg

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri til í að fá það á hreint hvort það séu til geimverur. Veit reyndar ekki nákvæmlega hver gæti svarað mér því en það hlítur einhver að geta staðfest það við mig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner