Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mið 07. ágúst 2024 11:48
Elvar Geir Magnússon
Morata og Rodri í bann fyrir að syngja um Gíbraltar
Rodri og Morata sungu 'Gíbraltar er spænskt' á sviði í Madríd.
Rodri og Morata sungu 'Gíbraltar er spænskt' á sviði í Madríd.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata fyrirliði spænska landsliðsins og miðjumaðurinn Rodri hafa fengið eins leiks bann frá UEFA fyrir að syngja 'Gíbraltar er spænskt' þegar þeir fögnuðu sigri Spánar á EM í sumar.

Fótboltasamband Gíbraltar sendi kvörtun vegna söngsins og UEFA sendi málið á borð aganefndar sinnar.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Morata og Rodri hefðu skaðað ímynd fótboltans með því að nota þennan vettvang í pólitískum tilgangi.

Þeir taka út bannið í næsta leik Spánar, sem verður gegn Serbíu þann 5. september.

Gíbraltar er höfði með landamæri að Spáni en hann hefur verið undir yfirráðum Breta frá því 1704. Spánn hefur nokkrum sinnum gert kröfu um að fá Gíbraltar til baka en án árangurs.

Spánn vann 2-1 sigur gegn Englandi í úrslitaleik EM. Þegar spænska liðið fagnaði árangrinum í Madríd söng Rodri um Gíbraltar á sviðinu og Morata fékk síðan viðstadda stuðningsmenn til að taka undir sönginn.
Athugasemdir
banner
banner