Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. september 2021 15:31
Fótbolti.net
Geta skrifað nýjan kafla í sögunni - „Blikar miklu betra fótboltalið"
Breiðablik er í dauðafæri.
Breiðablik er í dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn er á Kópavogsvelli.
Leikurinn er á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er í dauðafæri á að verða fyrsta íslenska félagsliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Það er búið að stofna riðlakeppni í Meistaradeild kvenna, en þangað fara 16-liða bestu liðin.

Breiðablik mætir króatíska liðinu Osijek í úrslitaleik á Kópavogsvelli á fimmtudag. Sigurliðið þar fer í riðlakeppnina en liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Króatíu.

„Þessi keppni hefur verið virkilega flott hjá þeim," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Heimavellinum.

„Það vantaði eitthvað drápseðli til að klára þennan leik því mér fannst þær vera miklu betra fótboltalið," sagði Guðmundur jafnframt.

„Þetta Osijek lið er mjög sigursælt lið og algjört yfirburðarlið í Króatíu. Maður sér að þær eru mjög þéttar og þekkja hvor aðra vel. Þær eru alls ekki eins góðar í fótbolta og Blikarnir en þær vissu alveg hvað þær eru að gera. Þetta voru mikil slagsmál og boltinn var mikið upp í lofti, sem er ekki það sem Blikarnir vilja gera. Ég er forvitin að sjá hvernig þessi seinni leikur verður settur upp," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Eins og þú segir, þá er þetta algjört dauðafæri. Eftir að hafa horft á þennan fyrri leik, þá finnst mér Blikar miklu betra fótboltalið en Osijek og ég geri kröfu á þær að klára þetta. Þetta er á Kópavogsvelli og það verða allir að mæta og styðja Blikana," sagði Guðmundur en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.

Sjá einnig:
„Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik"


Heimavöllurinn: Dauðafæri á Kópavogsvelli, Miedema mætir og miðvarðamergð
Athugasemdir
banner
banner
banner