
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Davíð Snorri Jónasson var fyrr í dag orðaður við þjálfarastarfið hjá danska félaginu Lyngby. Félagið er í þjálfaraleit og Davíð sagður á blaði þar - og það er ekki í fyrsta skiptið sem hann er orðaður við félagið.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Davíð ekki að taka við danska liðinu og mun því áfram vera í þjálfarateymi karlalandsliðsins þar sem hann er aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar. Davíð hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í rúmt ár og þjálfaði U21 landsliðið þar á undan.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Davíð ekki að taka við danska liðinu og mun því áfram vera í þjálfarateymi karlalandsliðsins þar sem hann er aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar. Davíð hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í rúmt ár og þjálfaði U21 landsliðið þar á undan.
Lyngby féll úr úrvalsdeildinni í sumar og er því í næstefstu deild Danmerkur. Morten Karlsen var látinn fara í byrjun mánaðar og stýrir Færeyingurinn Dan Brimsvík liðinu tímabundið á meðan félagið finnur eftirmann Karlsen.
Hjá Lyngby er Ísak Snær Þorvaldsson, framherjinn er þar á láni frá Rosenborg.
Næsta verkefni Davíðs Snorra er leikur Íslands og Frakklands í undankeppni HM á þriðjudag. Sá leikur fer fram á Prinsavöllum í París.
Athugasemdir