Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   fös 07. október 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnús Valur spáir í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gallagher er orðinn heitur
Gallagher er orðinn heitur
Mynd: EPA
Þrenna er ekki nóg
Þrenna er ekki nóg
Mynd: EPA
Fáum við mark frá Clyne?
Fáum við mark frá Clyne?
Mynd: Getty Images
Tíunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Það er enginn hádegisleikur á morgun en þess í stað fá áhorfendur kvöldleik á sunnudag.

Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri KR, spáir í spilin fyrir 10. umferðina. Arna Sif Ásgrímsdóttir spáði í leiki síðustu helgar og var með þrjá rétta.

Svona spáir Maggi leikjunum:

Bournemouth 1 - 2 Leicester (14:00 á laugardag)
Manni finnst eins og Rodgers vilji láta reka sig en Bournemouth getur ekki neitt, gætu náð jafntefli en ég hallast að sigri Refanna.

Chelsea 2 - 0 Wolves (14:00 á laugardag)
Úlfarnir hafa ekki getað keypt sér mark, ef Kepa verður í markinu hjá Chelsea mun hann reyna gefa þeim eitt en framherji þeirra sparkar boltanum aftan í hælinn á sér þegar boltinn rúllar eftir marklínunni. Chelsea nær að læða inn tveim, Gallagher er orðinn heitur.

Man City 8 - 0 Southamton (14:00 á laugardag)
Það veit enginn frá hvaða plánetu Haaland er, þrenna er ekki nógu gott 3 leiki í röð og setur fernu. Southamton loksins rekur stjórann og það gerist í hálfleik.

Newcastle 2 - 1 Brentford (14:00 á laugardag)
Alltaf verið mikill Eddie Howe maður og þeir vinna. Hef líka þurft að stoppa í Newcastle til að skipta um lest, það var reyndar 2ja gráðu frost og ég á stuttbuxum en lestarstöðin var þægileg þannig þeir sigla þessu auðveldlega inn.

Brighton 3 - 1 Tottenham (16:30 á laugardag)
Þægilegt hjá Brighton, þeir eru fáranlega skemmtilegir á meðan Tottenham eru leiðinlegir um þessar mundir. Svo er American expressvöllurinn geggjaður.

Crystal Palace 3 - 1 Leeds (13:00 á sunnudag)
Mínir menn tapa aldrei fyrir Leeds þannig að þetta er þægilegur sigur. Jafnvel að það verði óvæntur markaskorari í þessum leik Nathaniel Clyne eða eitthvað álíka. Ted Lasso og hans menn horfa spennandi augum á botnbaráttuna.

West Ham 1 - 1 Fulham (13:00 á sunnudag)
Veit um ca 7 aðila sem hafa einhvern áhuga á þessum leik. Langar rosalega að spá Mitrovic sigri en jafntefli er eina niðurstaðan sem getur orðið í þessum leik.

Arsenal 2 - 2 Liverpool (15:30 á sunnudag)
Arteta hefur lært það af Óla Jó er það að tapa ekki stórleikjunum og sætta sig við stígið og vinna svo slakari liðin, Liverpool búnir að vera arfa slakir varnarlega en ná góðum punkt á útivelli.

Everton 0 - 1 Man Utd (19:00 á sunnudag)
Er rosalega á báðum áttum með þennan leik. Everton getur ekkert og Man Utd tókst næstum að tapa á Kýpur gegn einhverju pöbbaliði. Langar rosalega að segja 0-0 en 25 mm grasið á Goodison hægir boltann nógu mikið til að United nái að skora.

Nottingham Forrest 1 - 2 Aston Villa (19:00 á mánudag)
Leiðinlegasta chant sögunar er "Það er öllum drullu sama" á rosalega vel við þennan stórkostlega mánudagsleik. Er mikill Hróa Hattar maður en þeir lögðu því miður upp starfsseminni hérna á Íslandi og keyptu 89 nýja leikmenn sem ennþá eru að læra nöfnin á hvor öðrum þannig að þetta er svona fyrir Villa í Steve Dagskrá sigur.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Ótrúlegur viðsnúningur og sjokkerandi á Etihad
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 Wolves 26 11 5 10 40 40 0 38
9 Newcastle 26 11 4 11 54 45 +9 37
10 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
11 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
14 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
15 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
16 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
17 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 21
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner