Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Glódís mætir Barcelona
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Meistaradeild kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í deildarkeppni í kvennaflokki.

18 lið taka þátt. Fjögur efstu liðin fara beint í átta liða úrslitin en 5. til 12. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitunum.

Glódís Perla Viggósdóttir er komin af stað með Bayern eftir meiðsli en þýska liðið mætir Barcelona sem tapaði úrslitaleiknum í fyrra gegn Arsenal.

Arsenal fær Lyon í heimsókn. Arsenal vann annan Meistaradeildartitil sinn í fyrra en Lyon er sigursælasta lið keppninnar með átta titla. Paris FC fær belgíska liðið Leuven í heimsókn og Juventus og Benfica mætast.

þriðjudagur 7. október

CHAMPIONS LEAGUE: League phase - Women
16:45 Juventus W - SL Benfica W
19:00 Arsenal W - Lyon W
19:00 Barcelona W - Bayern W
19:00 Paris W - Oud-Heverlee W
Athugasemdir
banner
banner
banner