Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 16:17
Elvar Geir Magnússon
Albert Hafsteins yfirgefur ÍA (Staðfest)
Albert Hafsteinsson í baráttunni.
Albert Hafsteinsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson hefur yfirgefið ÍA. Þegar hann kom aftur til félagsins frá Fram sumarið 2023 gerði hann upphaflega samning út tímabilið 2026 en Skagamenn tilkynna nú að leiðir skilja.

Albert er 29 ára miðjumaður sem kom við sögu í 17 leikjum í Bestu deildinni í sumar en var að mestu notaður sem varamaður.

„Albert Hafsteinsson kveður ÍA. Albert Hafsteinsson kveður Knattspyrnufélagið ÍA eftir 9 tímabil í meistaraflokki ÍA. Albert lék alls 170 leiki, og skoraði í þeim 21 mark. Albert er uppalinn á Akranesi og hefur alla tíð gefið allt sitt fyrir félagið, bæði innan vallar og utan," segir í tilkynningu ÍA.

„ÍA þakkar Alberti fyrir frábært framlag í gegnum árin og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum."


Athugasemdir
banner
banner