Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert rosalega spenntur fyrir því að selja hann innanlands"
Sextán marka maður á tímabilinu.
Sextán marka maður á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sextán mörk í Bestu deildinni í sumar, þar af komu sex í síðustu tveimur leikjunum. Hann endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar og er ljóst að hann verður eftirsóttur í vetur. Hann er 26 ára framherji sem kom í FH frá KR fyrir tímabilið 2024.

Í íslenska slúðurpakkanum var hann orðaður við Breiðablik og ekki ólíklegt að erlend félög eru með augastað á honum. Hann er áframhaldandi samningi hjá FH.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá FH. Hann var spurður hvort hann búist við því að það verði erfitt að halda Sigurði hjá félaginu.

„Bæði og, það kæmi mér allavega verulega á óvart ef það verði ekki eitthvað pikkað í hann og pikkað í okkur út af honum. Hann var frábær á þessu tímabili og er búinn að vera mjög flottur fyrir okkur frá því að hann kom. Um miðbik tímabilsins þegar mörkin byrjuðu að hrynja inn hjá honum og sjálfstraustið jókst með hverri mínútunni, þá virkilega sýndi hann hvers hann er megnugur. Ég held það sé ekkert gaman að vera hafsent og spila á móti honum. Það var ekki þannig áður en hann varð þessi markavél, en eftir að hann bætti við mörkunum varð hann illviðráðanlegur."

„Ég held að það verði klárlega áhugi á honum erlendis frá og það verður örugglega áhugi innanlands líka, en ég er ekkert rosalega spenntur fyrir því að selja hann innanlands. Ef áhuginn erlendis frá raungerist ekki þá hef ég ótrúlega mikla trú á því að hann geti haldið áfram á sömu braut á næsta ári,"
segir Davíð.
Athugasemdir
banner