Danski miðvörðuinn Gustav Kjeldsen hefur yfirgefið Vestra eftir þrjú ár á Ísafirði.
Hann gekk til liðs við Vestra fyrir keppnistímabilið 2023 og hjálpaði liðinu upp úr Lengjudeildinni.
Hann lék lítið í fyrra eftir að hafa slitið hásin en kom til baka fyrir lokahnykkinn og hjálpaði Vestra að halda sér uppi í Bestu deildinni.
Gustav var áfram í mikilvægu hlutverki á Ísafirði í sumar og varð bikarmeistari með Vestra, en ætlar nú að halda á önnur mið.
„Gustav er mikil fyrirmynd, innan sem utan vallar. Við þökkum honum kærlega fyrir árin þrjú. Takk Gustav," segir meðal annars í tilkynningu frá Vestra.
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍA | 27 | 11 | 1 | 15 | 37 - 50 | -13 | 34 |
| 3. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 4. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 27 | 6 | 9 | 12 | 36 - 46 | -10 | 27 |
Athugasemdir



