Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilon er að færast nær bandaríska félaginu Inter Miami en þetta segir Sky Sports í kvöld.
Þessi 28 ára gamli leikmaður rann út á samningi hjá Tottenham í sumar og hefur síðan þá verið að skoða möguleika sína.
Það kom mörgum á óvart að hann hafi ekki haldið áfram í Evrópuboltanum eftir að hafa spilað einnig með Brentford, Manchester United, Real Madrid, Atlético og Sevilla, en hann hefur ákveðið næsta skref.
Hann mun ganga í raðir Inter Miami í Bandaríkjunum og eru viðræðurnar komnar langt á veg.
Spánverjinn mun taka stöðu Jordi Alba sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þessa leiktíð aðeins nokkrum vikum eftir að hafa framlengt samning sinn.
Athugasemdir