Landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var einn besti varnarmaður norsku deildarinnar á liðnu tímabili en hann varð Noregsmeistari með Rosenborg.
Dagblaðið Verdens Gang heldur úti einkunnagjöf yfir tímabilið en Hólmar varð í 14. sæti á heildarlistanum í baráttunni um að vera leikmaður ársins.
Til að vera leikmaður ársins þarftu að spila að minnsta kosti 60% leikja þíns liðs í deildinni en það var liðsfélagi Hólmars, Daninn Mike Jensen, sem endaði í efsta sæti með 5,96 í meðaleinkunn.
Dagblaðið Verdens Gang heldur úti einkunnagjöf yfir tímabilið en Hólmar varð í 14. sæti á heildarlistanum í baráttunni um að vera leikmaður ársins.
Til að vera leikmaður ársins þarftu að spila að minnsta kosti 60% leikja þíns liðs í deildinni en það var liðsfélagi Hólmars, Daninn Mike Jensen, sem endaði í efsta sæti með 5,96 í meðaleinkunn.
Hólmar var með 5,36 í meðaleinkunn en í öðru sæti af Íslendingum deildarinnar var Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg) með 5,24. Björn Daníel Sverrisson (Viking) kemur næstur með 5,11.
Aron Elís Þrándarson (Álasundi) endaði með 4,40 og Adam Örn Arnarson (Álasundi) með 4,29. Aðrir íslenskir leikmenn spiluðu ekki nægilega marga leiki til að komast á listann.
Athugasemdir