Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. nóvember 2024 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Genoa jafnaði undir lokin
Mynd: EPA
Genoa 1 - 1 Como
0-1 Lucas Da Cunha ('17 )
1-1 Alessandro Vogliacco ('90 )

Genoa og Como skildu jöfn, 1-1, í 12. umferð í Seríu A á Luigi Ferraris-leikvanginum í Genoa í kvöld. Heimamenn björguðu stigi með marki undir lok leiks.

Lucas Da Cunha gerði mark Como á 17. mínútu. Argentínski miðjumaðurinn Nico Paz lagði boltann út fyrir teiginn á Da Cunha sem skoraði með föstu innanfótarskoti neðst í vinstra hornið.

Patrick Cutrone taldi sig hafa tvöfaldað forystuna á 67. mínútu en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu.

Þegar um tuttugu mínútur til leiksloka skipti Alberto Gilardino, þjálfari Genoa, Mario Balotelli inn á, en þetta var annar leikur hans fyrir félagið.

Balotelli tókst ekki að skora en nældi sér þó í gult spjald fyrir tæklingu, aðeins sjö mínútum eftir að hafa komið inn á.

Þegar lítið var eftir af leiknum skoraði Alessandro Vogliacco eftir hornspyrnu. Spyrnan kom inn í teiginn, fór af varnarmanni og fyrir Vogliacco sem þrumaði honum í netið.

Lokatölur 1-1 og bæði lið með 10 stig í 14. og 15. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 12 8 2 2 19 9 +10 26
2 Atalanta 12 8 1 3 31 15 +16 25
3 Fiorentina 12 7 4 1 25 10 +15 25
4 Inter 12 7 4 1 26 14 +12 25
5 Lazio 12 8 1 3 25 14 +11 25
6 Juventus 12 6 6 0 21 7 +14 24
7 Milan 11 5 3 3 20 14 +6 18
8 Bologna 11 4 6 1 15 13 +2 18
9 Udinese 12 5 1 6 15 18 -3 16
10 Empoli 12 3 6 3 9 10 -1 15
11 Torino 12 4 2 6 15 18 -3 14
12 Roma 12 3 4 5 14 17 -3 13
13 Parma 12 2 6 4 16 18 -2 12
14 Verona 12 4 0 8 17 27 -10 12
15 Como 12 2 4 6 13 23 -10 10
16 Cagliari 12 2 4 6 12 22 -10 10
17 Genoa 12 2 4 6 9 22 -13 10
18 Lecce 12 2 3 7 5 21 -16 9
19 Monza 12 1 5 6 10 15 -5 8
20 Venezia 12 2 2 8 11 21 -10 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner