fös 08. janúar 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Maicon mættur í Serie D (Staðfest)
Brasilíski bakvörðurinn Maicon hefur samið við Sona Calcio í Serie D á Ítalíu.

Hinn 39 ára gamli Maicon hefur átt í viðræðum við Sona Calcio síðan fyrir jól.

Maicon hefur á ferli sínum spilað með Inter, Manchester CIty og Roma.

Felipe, 15 ára sonur hans, hefur einnig samið við Sona Calcio en hann fer í akademíu félagsins.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur til Ítalíu með syni mínum og er spenntur fyrir þessa nýja ævintýri sem leikmaður," sagði Maicon.
Athugasemdir
banner
banner