Sóknarmaðurinn Giacomo Raspadori færist nær Roma eftir að umboðsmaður hans fundaði með félaginu í gær.
Gazzetta dello Sport greinir frá þessu og segir að leikmaðurinn sjálfur, sem spilar fyrir Atletico Madrid, hafi rætt við Roma í gegnum myndsímtal.
Gazzetta dello Sport greinir frá þessu og segir að leikmaðurinn sjálfur, sem spilar fyrir Atletico Madrid, hafi rætt við Roma í gegnum myndsímtal.
Roma hefur náð samkomulagi við Atletico Madrid um að fá hann á láni út tímabilið fyrir 2,5 milljónir evra og svo ákvæði um að geta keypt hann fyrir 19 milljónir.
Napoli hefur áhuga á að fá hann aftur en það eru aðeins sex mánuðir síðan félagið seldi hann til Madrídarfélagsins.
Raspadori er 25 ára og hefur verið í hlutverki varamanns hjá Atletico. Hann hefur komið við sögu í 18 leikjum en ekki náð að skora.
Ítalski og spænski boltinn eru á Livey
Athugasemdir




