Valur 4 - 0 Fjölnir
1-0 Patrick Pedersen ('60 )
2-0 Patrick Pedersen ('68 )
3-0 Patrick Pedersen ('85 )
4-0 Kristján Oddur Kristjánsson ('90 )
1-0 Patrick Pedersen ('60 )
2-0 Patrick Pedersen ('68 )
3-0 Patrick Pedersen ('85 )
4-0 Kristján Oddur Kristjánsson ('90 )
Valur fékk Fjölni í heimsókn í fyrsta leik í riðli eitt í A-deild Lengjubikarsins í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik en danski framherjinn Patrick Pedersen hrökk í gang í þeim seinni og skoraði þrennu.
Kristján Oddur Kristjánsson (2007) innsiglaði sigur liðsins þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í uppbótatíma. Kristján Oddur er uppalinn hjá Val, hann snéri aftur til félagsins í vetur eftir eins árs veru hjá Gróttu.
Þegar þetta er skrifað eru tveir leikir í gangi í sama riðli. Þróttur og Grindavík eigast við og ÍA og Vestri þar sem Vestri er með 1-0 forystu.
Athugasemdir