Ruben Amorim hrósaði Alejandro Garnacho í hástert fyrir innkomu sína í sigrinum gegn Leicester í enska bikarnum í gær.
Garnacho kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Patrick Dorgu sem var að spila sinn fyrsta leik. Garnacho kom með mikinn kraft í sóknarleikinn sem var ekki til staðar í fyrri hálfleik.
Garnacho kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Patrick Dorgu sem var að spila sinn fyrsta leik. Garnacho kom með mikinn kraft í sóknarleikinn sem var ekki til staðar í fyrri hálfleik.
„Við viljum leikmenn eins og Garnacho, hann er mjög mikilvægur. Hann breytti leiknum með hlaupum á bakvið vörnina. Maður finnur að andstæðingurinn er að þreytast og á erfitt með að aðlagast til að stöðva Garnacho einn á móti einum, við erum mjög ánægðir með hann og teljum að hann hafi hjálpað mikið við að breyta leiknum, sagði Amorim.
Mikiið hefur verið rætt og ritað um framtíð Garnacho hjá félaginu en hann hefur verið orðaður í burtu frá Old Trafford. Hann hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á tímabilinu.
Athugasemdir