Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. mars 2023 10:54
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Hann á heima í ensku úrvalsdeildinni
Icelandair
Anel Ahmedhodzic í landsleik með Bosníu.
Anel Ahmedhodzic í landsleik með Bosníu.
Mynd: Getty Images
Í búningi Sheffield United.
Í búningi Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM verður á útivelli gegn Bosníu/Hersegóvínu eftir rúmar tvær vikur. Í morgun var landsliðshópur Bosníu fyrir verkefnið opinberaður.

Meðal leikmanna í hópnum er miðvörðurinn Anel Ahmedhodzic sem er 23 ára og gekk í raðir Sheffield United í fyrra. Hann kom frá Malmö í Svíþjóð.

Ahmedhodzic fæddist reyndar í Malmö og lék fyrir öll yngri landslið Svíþjóðar og einn A-landsleik fyrir Svía, vináttulandsleik gegn Moldóvu þann 9. janúar 2020. Í ágúst sama ár tilkynnti hann hinsvegar að hann ætlaði að spila fyrir landslið Bosníu/Hersegóvínu. Hann hefur síðan leikið átján landsleiki fyrir Bosníu.

Ahmedhodzic hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Sheffield United á tímabilinu. Hann hefur skorað fimm mörk og átt tvær stoðsendingar í 30 leikjum á tímabilinu.

Sheffield United er í góðri stöðu í öðru sæti Championship-deildarinnar, sjö stigum frá þriðja sætinu. Það eru því miklar líkur á að Ahmedhodzic spili í ensku úrvalsdeildinni.

Þar á hann líka heima, að mati Alan Shearer fyrrum sóknarmanns Newcastle.

„Ég held að það sé ekki rangt hjá mér að segja það að ef Sheffield United fer ekki upp í úrvalsdeildina þá mun þessi náungi samt spila í þeirri deild. Hann spilar svipað hlutverk og Chris Wilder vildi sjá sitt lið spila, varnarmennirnir fá frjálsræði til að taka þátt í sóknarleiknum," segir Shearer.

„Þetta er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður. Hann mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili."

Dagur í lífi Anel Ahmedhodzic:

Athugasemdir
banner
banner
banner