Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 08. mars 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hópur Bosníu gegn Íslandi: Dzeko og Kolasinac
Icelandair
Dzeko og Kolasinac eru í hópnum.
Dzeko og Kolasinac eru í hópnum.
Mynd: EPA
Faruk Hadzibegic landsliðsþjálfari Bosníu.
Faruk Hadzibegic landsliðsþjálfari Bosníu.
Mynd: Getty Images
Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Bosníumenn setja klárlega stefnuna á annað sætið en í dag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Faruk Hadzibegic leikmannahóp sinn fyrir leikinn gegn Íslandi, og leik gegn Slóvakíu.

Ein af stærstu stjörnum Bosníu verður ekki með í komandi landsleikjum því Miralem Pjanic varafyrirliði liðsins er meiddur.

Aðalfyrirliðinn Edin Dzeko, sóknarmaðurinn reyndi hjá Inter, er í hópnum. Dzeko er 36 ára og hefur skorað sjö mörk og átt fjórar stoðsendingar í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili. Meðal annarra þekktra leikmanna er Sead Kolasinac, fyrrum leikmaður Arsenal sem nú spilar fyrir Marseille.

Benjamin Tahirovic, tvítugur miðjumaður Roma, gæti spilað sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi. Tahirovic hefur komið við sögu í fimm leikjum með Roma í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Athygli vekur hjá íþróttafréttamönnum í Bosníu að Said Hamulic, 22 ára framherji Toulouse í Frakklandi, var ekki valinn í hópinn.



Markverðir: Ibrahim Sehic (Konyaspor), Nikola Vasilj (St. Pauli), Kenan Piric (AEK Larnaca)

Varnarmenn: Anel Ahmedhodzic (Sheffield United), Dennis Hadžikaduni? (Mallorca), Adnan Kovacevic (Ferencvaros), Sinisa Sanicanin (Partizan), Hrvoje Milicevic (AEK Larnaca), Sead Kolasinac (Marseille), Amar Dedi? (Red Bull Salzburg), Jusuf Gazibegovic (Sturm Graz)

Miðjumenn: Amir Hadziahmetovic (Besiktas), Sanjin Prcic (Strasbourg), Rade Krunic (Milan), Amer Gojak (Ferencvaros), Gojko Cimirot (Standard Liege), Benjamin Tahirovic (Roma), Haris Duljevic (Hansa Rostock), Miroslav Stevanovic (Servets)

Sóknarmenn: Edin Dxeko (Inter), Ermedin Demirovic (Augsburg), Smail Prevljak (Eupen), Kenan Kodro (Mol Fehervar), Nemanja Bilbija (Zrinjski), Jasmin Mesanovic (Kisvarda).
Athugasemdir
banner
banner
banner