„Það var óþarfi að hleyoa þessu upp í spennu í lokin en Framarar voru sprækir," segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir 2-1 sigur gegn Fram í kvöld í 2. umferð Pepsi-deildarinnar. Víkingur tapaði fyrir Fjölni í fyrstu umferð.
„Við leggjumst of aftarlega eftir að hafa komist yfir en við fengum stigin þrjú og það spyr enginn að því hvernig við náum í þau. Það eru stigin þrjú sem telja."
„Það var allt annað að sjá liðið í dag en í síðasta leik og menn sýndu að þeir eru tilbúnir að stíga upp og berjast fyrir þessu. Það er bara gott mál."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir