Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
banner
   lau 08. maí 2021 13:22
Aksentije Milisic
England: Leeds lagði Tottenham í fjögurra marka leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leeds 3 - 1 Tottenham
1-0 Stuart Dallas ('13 )
1-1 Son Heung-Min ('25 )
2-1 Patrick Bamford ('42 )
3-1 Rodrigo ('84)

Leeds United og Tottenham Hotspur áttust við í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og voru það heimamenn sem byrjuðu betur. Patrick Bamford og Pascal Struijk komust báðir í góð færi snemma leiks en tókst ekki að skora.

Það var á þrettándu mínútu sem hinn sjóðheiti Stuart Dallas kom Leeds yfir með marki af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís og var það Son Heung-Min sem jafnaði leikinn á 25. mínútu eftir stoðsendingu frá Dele Alli.

Harry Kane hélt að hann væri að koma Tottenham yfir þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Leeds og kláraði færið snyrtilega. VAR skoðaði hins vegar atvikið, teiknaði fullt af línum eins og svo oft áður og að lokum varð niðurstaðan rangstæða. Mjög tæpur dómur.

Það var síðan markaskorarinn Patrick Bamford sem kom Leeds yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir flotta sókn. Hann fékk sendingu frá Ezgjan Alioski og kláraði færið vel.

Síðari hálfleikurinn var fjörugu og fengu bæði lið góð færi til þess að skora. Leeds var þó betra liðið og var það Rodrigo sem tryggði liðinu sanngjarnan sigur með marki undir lok leiks.

Slæmt tap hjá Tottenham í baráttunni um Evrópusæti á meðan Leeds fer upp fyrir Arsenal og í níunda sætið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner