Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. maí 2022 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Manchester City og Newcastle: Walker meiddur - Wilson á bekknum
Mynd: Getty Images

Lokaleikur dagsins er áhugaverður leikur milli Manchester City og Newcastle.


Með sigri nær Manchester City þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Kyle Walker kom til baka gegn Real Madrid í vikunni eftir meiðsli en hann var greinilega ekki klár í slaginn, hann er ekki í hóp í dag.

Zinchenko kemur inn í liðið í hans stað. Bernardo Silva er á bekknum en Kevin De Bruyne, Ilkay Gundogan og Rodri eru á miðjunni. Jack Grealish er ásamt Jesus og Raheem Sterling í fremstu víglínu.

Callum Wilson og Kieran Trippier hafa verið frá vegna meiðsla en þeir eru komnir á bekkinn. Fabian Schar er einnig á bekknum en hann meiddist gegn Liverpool, Jamal Lascelles er í liðinu í hans stað. Chris Wood er fremstur og Joelinton á miðjunni.

Man City: Ederson, Zinchenko, Dias, Laporte, Cancelo, De Bruyne, Gundogan, Rodri, Sterling, Jesus, Grealish

Newcastle: Dubravka, Krafth, Lascelles, Burn, Targett, Guimaraes, Longstaff, Joelinton, Almiron, Saint-Maximin, Wood


Athugasemdir
banner
banner