Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   fim 08. maí 2025 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Sandra María opnaði markareikninginn með stæl - Þróttur lagði Val
Kvenaboltinn
Sandra María er komin í gang
Sandra María er komin í gang
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur byrjar tímabilið frábærlega
Þróttur byrjar tímabilið frábærlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyja Karín kom Þrótturum yfir
Freyja Karín kom Þrótturum yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL 2 - 5 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('13 )
0-2 Sonja Björg Sigurðardóttir ('16 )
0-3 Karen María Sigurgeirsdóttir ('36 )
1-3 Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir ('45 )
1-4 Sandra María Jessen ('60 )
2-4 Aida Kardovic ('78 , víti)
2-5 Sandra María Jessen ('84 )
Rautt spjald: Bríet Jóhannsdóttir, Þór/KA ('78) Lestu um leikinn

Þór/KA heimsótti nýliða FHL í kvöld og freistaðist þess að komast aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Sandra María Jessen, markadrottningin frá síðustu leiktíð, opnaði markareikninginn sinn á tímabilinu þegar hún kom Þór/KA yfir með skoti fyrir utan teiginn.

Aðeins þremur mínútum síðar bætti Sonja Björg Sigurðardóttir við öðru marki Þór/KA. Karen María Sigurgeirsdóttir bætti þriðja markinu við þegar hún átti skot í slá og inn. Hún þurfti hins vegar að fara af velli stuttu síðar.

Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir minnkaði muninn fyrir FHL á lokaandartökum fyrri hálfleiksins þegar hún átti skot sem sveif yfir Jessicu Berlin og boltinn hafnaði í netinu.

Sandra María fór langt með að tryggja sigur Þór/KA eftir klukkutíma leik.

FHL tóskt hins vegar að klóra í bakkann þegar liðið fékk vítaspyrnu. Bríet Jóhannsdóttir fékk rautt spjald fyrir brot á Björgu Gunnlaugsdóttur og Aida Kardovic skoraði úr vítaspyrnunni.

Sandra María fullkomnaði svo þrennu sína undir lok leiksins og innsiglaði sigur Þórs/KA.

Valur 1 - 3 Þróttur R.
1-0 Lillý Rut Hlynsdóttir ('15 )
1-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('35 )
1-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('46 )
1-3 María Eva Eyjólfsdóttir ('80 )
Lestu um leikinn

Valur tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið fékk Þrótt í heimsókn sem vann þriðja leik sinn í röð og jafnaði Breiðablik að stigum á toppnum.

Lillý Rut Hlynsdóttir kom Valskonum yfir eftir stundafjórðung eftir hornspyrnu frá Önnu Rakel Pétursdóttur. Þórdís Elva Ágústsdóttir jafnaði metin fyrir Þrótt þegar hún setti boltann í autt markið eftir sendingu frá Mist Funadóttur.

Freyja Karín Þorvarðardóttir kom Þrótti yfir strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hún skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Caroline Murray.

Það var svo María Eva Eyjólfsdóttir sem innsiglaði sigur Þróttar þegar skammt var til loka leiksins.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 7 6 1 0 18 - 5 +13 19
2.    Breiðablik 7 5 1 1 29 - 7 +22 16
3.    FH 7 5 1 1 13 - 7 +6 16
4.    Þór/KA 7 5 0 2 15 - 11 +4 15
5.    Fram 7 3 0 4 8 - 16 -8 9
6.    Stjarnan 7 3 0 4 8 - 16 -8 9
7.    Valur 7 2 2 3 7 - 9 -2 8
8.    Tindastóll 7 2 0 5 8 - 12 -4 6
9.    Víkingur R. 7 1 1 5 10 - 18 -8 4
10.    FHL 7 0 0 7 3 - 18 -15 0
Athugasemdir