Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 08. júní 2021 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Fyrsta landsliðsmark Brynjars Inga - Þvílík saga
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason, varnarmaður KA, er búinn að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark.

Hann byrjaði tímabilið frábærlega í Pepsi Max-deildinni og var valinn í A-landsliðshópinn fyrir leikina gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

Hann er búinn að spila alla leikina og gera það einstaklega vel. Fyrr á árinu var hann að spila með KA í Kjarnafæðismótinu og núna er hann að dekka Robert Lewandowski, besta sóknarmann í heimi.

Það er ekki nóg með það, því hann er búinn að skora og koma Íslandi í 2-1.

„VÁ ÞVÍLÍKT MARK! Brynjar neglir boltanum upp í þaknetið og skorar sitt fyrsta landsliðsmark. Ævintýri hans heldur áfram," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

„Eftir aukaspyrnu fær Gummi Tóta boltann vinstra megin og á fyrirgjöf, Brynjar nær að leggja boltann fyrir sig og skorar þetta líka markið."

Þvílík saga og þessi leikmaður hlýtur að fara út í atvinnumennsku fyrr en síðar.

SMELLTU HÉRNA til að sjá markið á vef RÚV
Athugasemdir