Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Breiðablik 
U17 lið Breiðabliks á pari við PSG, Lyon og Bayern
Breiðablik gegn Bayern.
Breiðablik gegn Bayern.
Mynd: Breiðablik / Aðsend
Breiðablik gegn Lyon.
Breiðablik gegn Lyon.
Mynd: Breiðablik / Aðsend

Um helgina fór fram alþjóðlegt fótboltamót í U17 aldursflokki kvenna sem ber nafnið Alsace Cup.


Mótið fór fram við franska bæinn Colmar sem stendur í norðaustur hluta Frakklands, við landamæri Þýskalands.

Blikastúlkum var boðið á mótið ásamt nokkrum af stærstu liðum Evrópu á borð við PSG, Lyon og FC Bayern og stóðu stelpurnar sig með stakri prýði.

Eftir að hafa unnið riðilinn sinn enduðu þær í fjórða sæti mótsins en þær slógu meðal annars PSG úr leik.

Breiðablik tapaði fyrir Lyon í undanúrslitum þar sem heimakonur skoruðu sigurmark undir lokin í 1-0 sigri og mættu Blikastúlkur þýska stórveldinu FC Bayern í úrslitaleik um þriðja sætið.

Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli og hafði Bayern betur í vítaspyrnukeppni.

Kristrún Daðadóttir, Hilmar Sigurjónsson og Úlfar Hinriksson voru þjálfarar Breiðabliks á mótinu og var Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir valin í úrvalslið mótsins.


Athugasemdir
banner